------------------------------------------------------------------

white ravens

------------------------------------------------------------------

ólöf nordal
white ravens.  
1996plaster

Installation at the Living Art Museum, Reykjavik
In the posession of the National Gallery of Iceland

Ólafur Gíslason

Forms of History:
Transferred mythological meanings in the Works of Ólöf Nordal

…In Ólöf Nordal’s treatment, these animal images became a form emptied of its original content and endowed with a new signification. Just as the myth of the white raven claims it to be a divine revelation and not an ordinary albino with a pigmentation deficiency, in her interpretation it becomes a mythological symbol on a different plane, standing for the national identity that once believed in the white raven which, biologically speaking, is nothing more than a deformed animal. In the same way that Bertel Thorvaldsen’s white neoclassical mythological figures have been stripped of their original religious content by the reigning image of perfect beauty, Nordal’s animal figures become the ambiguous image of an ethnic consciousness which appears in forms that preserve old myths with concealed historical roots. The difference is, that while Thorvaldsen aimed towards neutral satisfaction with his forms, Ólöf Nordal’s “neoclassical” ravens prompt questions about the relationship between form and content. If we regard these ravens as deformed animals, as biologists do, we strike out their myth or history. But by regarding them as emblems of Iceland we erase their biological definition, at the same time as the myth reduces their history to mere form…full text.

Form sögunnar
Um goðsögulegar merkingartilfærslur í verkum Ólafar Nordal

…Þessar dýramyndir urðu í meðförum Ólafar að formi sem hefur verið tæmt af sínu upprunalega innihaldi um leið og því er gefin ný merking. Rétt eins og goðsagan um hvíta hrafninn segir hann vera birtingarmynd guðdómsins en ekki venjulegan hvítingja, – albinóa  sem vantar litarefni, þá verður hvíti hrafninn í túlkun Ólafar að goðsögulegu tákni í öðru veldi sem táknmynd þeirrar þjóðarímyndar sem eitt sinn trúði á guðdómlegt eðli hvítra hrafna sem í líffræðilegum skilningi eru ekki annað en vansköpuð dýr. Á sama hátt og gifshvítar, nýklassískar goðsögumyndir Bertels Thorvaldsen hafa verið sviptar upphaflegu trúarlegu inntaki sínu í hinni nýklassísku ímynd fullkominnar fegurðar verða dýramyndir Ólafar að tvíræðri ímynd þjóðarvitundar sem birtist í formum er geyma gamlar goðsögur sem eiga duldar sögulegar rætur. Munurinn er hins vegar sá, að á meðan Thorvaldsen stefndi að hinni hlutlausu fullnægju með formum sínum, þá vekja “nýklassískir” hrafnar Ólafar spurningar um samband forms og innihalds. Ef við lítum á þessa hrafna sem vansköpuð dýr, eins og líffræðin gerir, þá erum við að strika yfir (goð)söguna. Ef við lítum á þá sem einkennisdýr fyrir Ísland erum við að strika yfir skilgreiningu líffræðinnar, um leið og goðsagan breytir sögunni um hvíta hrafninn í tómt form….fullur texti